Gallery Grandpa forsíðumynd

Gallery Grandpa

Listin og lífið…

Gallery Grandpa var stofnað á Eyrarholtinu í Hafnarfirði á óveðursdaginn mikla 14. febrúar 2020, sem reyndar bar upp á Valentínusardag. Stofnandi og eini eigandi er Benedikt Jónsson, afi, heldri borgari og grúskari.

Lífið er ekki bara lotterí, heldur listaverk. Við byrjum við fæðingu með auðan strigann og erum æ síðan að mála okkar lífsmynd. Kannski er tjáningin einlægust fyrst, þegar hugurinn er frjáls frá aga, fordómum og kreddum. Þess vegna leggur Gallery Grandpa áherslu á myndlist barna. 

Velkomin í Gallery Grandpa

Hér verða uppi sýningar á myndlist afabarna síðuhaldara og er hér um margs konar list að ræða.
Verkin eru frá ýmsum tímabilum í ævi afabarnanna og endurspegla því að nokkru leyti þroskaferil þeirra.

Njóttu listarinnar og lífsins

Gallery Grandpa býður áhugasömum vel að njóta þeirrar listar sem hér er sýnd og þakkar listamönnunum kærlega fyrir þeirra dýrmæta framlag.

Categories

Accumsan id imperdiet et, porttitor at sem. 

Scroll to Top