Gallery Grandpa, lífið og listin

Gallery Grandpa var stofnað á Eyrarholtinu í Hafnarfirði á óveðursdaginn mikla 14. febrúar 2020, sem reyndar bar upp á Valentínusardag. Stofnandi og eini eigandi þess er Benedikt Jónsson, afi, heldri borgari og grúskari.

Lífið er ekki bara lotterí, heldur listaverk. Við byrjum við fæðingu með auðan strigann og erum æ síðan að mála okkar lífsmynd. Kannski er tjáningin einlægust fyrst, þegar hugurinn er frjáls frá aga, fordómum og kreddum. Þess vegna leggur Gallery Grandpa áherslu á myndlist barna.

Gallery Grandpa er einlægur aðdáandi írska rithöfundarins Oscars Wilde. Því eru einkunnarorð þessa listvangs sótt í smiðju hans og birt á frummálinu að sjálfsögðu.

ON LIFE:
Life imitates art far more than art imitates life.

ON INDIVIDUALITY:
Art is the most intense mode of individualism that the world has known.

ON PORTRAITURE:
Every portrait that is painted with feeling is a portrait of the artist, not of the sitter.

ON PERFECTION:
It is through art, and through art only, that we can realise our perfection.

ON VISION:
No great artist ever sees things as they really are. If he did, he would cease to be an artist.

Gallery Grandpa býður áhugasömum vel að njóta þeirrar listar sem hér er sýnd og þakkar listamönnunum kærlega fyrir þeirra dýrmæta framlag.